Frétt af fólki sem á í RAUNVERULEGUM vanda.

Þetta er frétt sem yljar manni um hjartarætur. Þetta er fólk sem á við raunverulegan vanda að stríða, þökk sé þessu góða fólki. Ég er ekki að lýsa yfir stuðningi við Hamash skæruliða með þessari færslu minni, þeir eru jafn slæmir og öfgarnar hinumegin landamæranna.
mbl.is Kraftaverk á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Madur fœr tár í augun

Sporðdrekinn, 23.5.2009 kl. 20:08

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fékk líka tár í augun og er stolt af að hafa ekki misst þær tilfinningar að geta glaðst yfir svona góðverkum.

Get ekki með nokkru móti hugsað um pólitík í þessu sambandi. þetta er mannúð. Af þessu er ég stolt sem íslendingur.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.5.2009 kl. 20:15

3 identicon

Blessaður Björn,

Sammála - þetta er virkilega flott framtak.

Ofbeldi gefur af sér ofbeldi. Gaza svæðið hefur verið hernumið í rúm 40 ár - og eftir um 20 ára hernám voru Hamas samtökin stofnuð til að veita hernáminu andspyrnu. Vopnaða andspyrnu gegn hernámsliðinu og þeirra flugumönnum (landránsfólki sem settist að á landi teknu frá innfæddum) - en líka með viðbjóðslegum hryðjuverkum.  Gegn óbreyttum borgurum.

Andpyrnan gegn hernámi Palestínu er að mestu friðsamleg (mótmæli, verkföll, óhlýðni skipana hernámsliðsins o.s.frv.) en vopnuð andspyrna er stunduð af mörgum samtökum.

Hvað sem því líður hafa þjóðir sem eru hernumdar rétt til andspyrnu. Þótt Hamas hafi tekist að flæma landránsfólkið burt - og hernámsliðið að landamærum Ísraels (árið 2005, eftir áralanga baráttu), er Gaza enn flokkað sem hernumið svæði. Enda ræður hernámsliðið loft-, sjó- og landhelgi Gaza og heldur ibúunum í herkví. 

MM (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband